15.12.2006 | 15:53
Flutt!
Kæru vinir:
Nú er ég búin að flytja bloggið mitt (og er í alvöru að segja eitthvað þar, ekki bara þegja :) á LiveJournal endilega heimsækið mig þangað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2006 | 15:45
Úff þá er skólinn byrjaður!
Og ég er í alvörunni byrjuð að lesa heima... ótrúlegt en satt. Finnst nú samt dáltið erfitt að sitja í fyrirlestrum 4 og hálfan tíma á dag. Aumingja ég =)
En við Andri skelltum okkur norður í nokkra daga áður en skólinn byrjaði. Það var mjög gaman. Við heimsóttum pabba hans á Sauðárkrók (og nei, foreldrar hans eru ekki að skilja) og skoðuðum fiskeldisrannsóknirnar í Hólaskóla. Borðuðum hjá honum þjóðlegan mat, lambakótelettur með raspi =) og fórum í rómantíska gönguferð í sveitarökkrinu.
Rúntuðum síðan um sveitina, kíktum á Húsavík og Siglufjörð en vegurinn þangað er sko EKKERT til að hrópa húrra fyrir! Brekkur, krappar beygjur, malarblettir á veginum og þverhnýpt niður í sjó... hvað ég var fegin að koma á leiðarenda. Alveg þangað til að ég fattaði að við þyrftum að fara sömu leið til baka!
Fórum svo til Ólafsfjarðar að hitta ættingja mína. Gistum hjá Siggu, litlu frænku minni, og kærastanum hennar. Dóttir þeirra er 1 árs, Sara Lind, algjör dúlla og ég er ekki frá því að það hafi farið að klingja í eggjastokkunum!
Keyptum Vegahandbókina í tilefni ferðarinnar og var það mitt hlutverk að fylgjast með og segja frá öllu því áhugaverðasta... sem gekk mjög vel, svo framarlega að mér tókst að vera á réttum vegi.
En síðan hefur lífið nú bara verið skóli, vinna og lærdómur. Þess á milli er horft á sjónvarpið eða kíkt til vinanna. Æ, það er nú ekki margt að segja um það...
Reyni nú að hafa eitthvað krassandi að segja frá áður en ég blogga næst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2006 | 23:25
Kvart og kvein
Jæja, ætli þetta sé ekki milljónasta tilraunin mín til að blogga... hef bara einfaldlega tilhneigingu til að gefast upp á dagbókum. Hvað þá ef það er ætlast til að einhver lesi hana!
Ég er búin að vera veik í 10 daga núna og komst að því á miðvikudaginn að ég væri komin með LUNGNABÓLGU!! Sem Andri var svo vænn að benda mér á að aðeins gamlar, hrumar kellingar fengju. Núna er ég búin að fá gjörsamlega nóg af því að vera heima! Menningarnótt á morgun og ekki einusinni víst að ég fari út úr húsi! Kominn á sýklalyfjakúr númer 2 og hætt að geta borðað nema í mýflugumynd.... hnuss ekki nógu gott
Blogg snýst nú víst um að blaðra um sjálfan sig svo ég hlýt að mega kvarta og kveina.
En vá, Andri náði í seríu 2 af Gray's Anatomy fyrir mig fyrir nokkrum dögum... og OMG hvað þessi þáttur er frábær!!!! Var að klára síðasta þáttinn áðan og langar bara mest að fara annan hring! Meredith, George, Christina og Izzy eru einfaldlega orðin bestu vinir mínir (no offence =) Ég ætla pottþétt að kaupa mér þetta á DVD.
Núna er ég að prjóna annað barnateppið mitt í röð.... engin furða að ættingjarnir spyrji til skiptis hvenær ég ætli nú að verða ófrísk! En kommon, hafði þið SÉÐ barnaföt og barnateppi. 100 sinnum sætara en fullorðinsprjónadótið!
Farin að vaða úr einu í annað... nóg í bili =)
Bloggar | Breytt 19.8.2006 kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar