Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Úff þá er skólinn byrjaður!

Og ég er í alvörunni byrjuð að lesa heima... ótrúlegt en satt. Finnst nú samt dáltið erfitt að sitja í fyrirlestrum 4 og hálfan tíma á dag. Aumingja ég =)

En við Andri skelltum okkur norður í nokkra daga áður en skólinn byrjaði. Það var mjög gaman. Við heimsóttum pabba hans á Sauðárkrók (og nei, foreldrar hans eru ekki að skilja) og skoðuðum fiskeldisrannsóknirnar í Hólaskóla. Borðuðum hjá honum þjóðlegan mat, lambakótelettur með raspi =) og fórum í rómantíska gönguferð í sveitarökkrinu.

Rúntuðum síðan um sveitina, kíktum á Húsavík og Siglufjörð en vegurinn þangað er sko EKKERT til að hrópa húrra fyrir! Brekkur, krappar beygjur, malarblettir á veginum og þverhnýpt niður í sjó... hvað ég var fegin að koma á leiðarenda. Alveg þangað til að ég fattaði að við þyrftum að fara sömu leið til baka!

Fórum svo til Ólafsfjarðar að hitta ættingja mína. Gistum hjá Siggu, litlu frænku minni, og kærastanum hennar. Dóttir þeirra er 1 árs, Sara Lind, algjör dúlla og ég er ekki frá því að það hafi farið að klingja í eggjastokkunum!

Keyptum Vegahandbókina í tilefni ferðarinnar og var það mitt hlutverk að fylgjast með og segja frá öllu því áhugaverðasta... sem gekk mjög vel, svo framarlega að mér tókst að vera á réttum vegi. 

En síðan hefur lífið nú bara verið skóli, vinna og lærdómur. Þess á milli er horft á sjónvarpið eða kíkt til vinanna. Æ, það er nú ekki margt að segja um það...

Reyni nú að hafa eitthvað krassandi að segja frá áður en ég blogga næst. 

 

 


 

Ásta Dan Ingibergsdóttir
Ásta Dan Ingibergsdóttir
Hjúkkunemi, óhemja og handavinnunörd
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband