Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Kvart og kvein

Jæja, ætli þetta sé ekki milljónasta tilraunin mín til að blogga...  hef bara einfaldlega tilhneigingu til að gefast upp á dagbókum. Hvað þá ef það er ætlast til að einhver lesi hana!

Ég er búin að vera veik í 10 daga núna og komst að því á miðvikudaginn að ég væri komin með LUNGNABÓLGU!! Sem Andri var svo vænn að benda mér á að aðeins gamlar, hrumar kellingar fengju. Núna er ég búin að fá gjörsamlega nóg af því að vera heima! Menningarnótt á morgun og ekki einusinni víst að ég fari út úr húsi! Kominn á sýklalyfjakúr númer 2 og hætt að geta borðað nema í mýflugumynd.... hnuss ekki nógu gott

Blogg snýst nú víst um að blaðra um sjálfan sig svo ég hlýt að mega kvarta og kveina. 

En vá, Andri náði í seríu 2 af Gray's Anatomy fyrir mig fyrir nokkrum dögum... og OMG hvað þessi þáttur er frábær!!!! Var að klára síðasta þáttinn áðan og langar bara mest að fara annan hring! Meredith, George, Christina og Izzy eru einfaldlega orðin bestu vinir mínir (no offence =) Ég ætla pottþétt að kaupa mér þetta á DVD.

Núna er ég að prjóna annað barnateppið mitt í röð.... engin furða að ættingjarnir spyrji til skiptis hvenær ég ætli nú að verða ófrísk! En kommon, hafði þið SÉÐ barnaföt og barnateppi. 100 sinnum sætara en fullorðinsprjónadótið!

Farin að vaða úr einu í annað... nóg í bili =)

 


Sæta prjónadótið mitt

 

Ásta Dan Ingibergsdóttir
Ásta Dan Ingibergsdóttir
Hjúkkunemi, óhemja og handavinnunörd
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband